top of page

VELKOMIN Á HEIMASÍÐUNA OKKAR

Áki, Gulli, Jóel og Máni

Við ákváðum að gera lokaverkefnið okkar um kafbáta. Hvernig virka kafbátar og hvernig voru þeir nýttir á 20. og 21. Öldinni. Hvernig voru þeir nýttir í hernaðarlegum tilgangi? var rannsóknarspurningin okkar.

Heim: Welcome

Afhverju kafbátar?

Þema lokaverkefnisins voru fjögur fyrstu frumefnin, vatn, loft, eldur og jörð. Við völdum vatn og ákváðum að gera verkefnið okkar um kafbáta því að það er áhugavert og það er mikið af upplýsingum hægt að finna um þá.

zsööökk.png
Heim: Welcome
shoot.png

FYRSTU HÖNNUÐIR OG HVERNIG ÞEIR VIRKA

Hér á heimasíðunni ætlum við að fjalla um William Bourne, Cornelis Drebbel, hvernig virka kafbátar og um ratsjár

Get in Touch
Heim: Welcome
Willi.JPG

WILLIAM BOURNE

Fyrsta hugmyndin

William Bourne var enskur stærðfræðingur sem var fyrsti maðurinn til þess að koma með hugmyndir um kafbáta. Hann sagði "Það er mögulegt að búa til skip eða bát sem getur siglt undir yfirborði vatns og farið upp á yfirborðið að vild".

Heim: Homepage_about

CORNELIS DREBBEL

Fyrsti kafbáturinn smíðaður

Cornelis Drebbel var fyrstur til að smíða kafbát en hann smíðaði bátinn árið 1620. Kafbáturinn sem að Drebbel smíðaði var líkur hugmynd Bourne en hann var úr tré og vatnsheldu leðri, kafbáturinn hafði 6 árar hvoru megin. Fyrsti kafbáturinn gat kafað á 4-5 metra dýpi í ánni Thames á Englandi.

Cornelis.jpg
Heim: Homepage_about

HVERNIG VIRKA KAFBÁTAR

Vatnstankar halda bátunum undir vatni

Kafbátar er mjög sniðug fyrirbæri. Kafbátar hafa tvo vatnstanka, einn að framan og einn að aftan. Kafbáturinn dælir vatni inn í tankinn til þess að fara niður og dælir vatni úr honum til að fara upp. Kafbátur hefur líka súrefnis geymi, svo þeir hafa bara ákveðið súrefni og þegar það er búið þarf báturinn að fara upp og ná í meira súrefni. Kábátur hefur síðan eins allir bátar skrúfu og stýri sem að stýrir bátnum. Kafbátar eru annað hvort knúnir áfram með olíu eða kjarnorku.

Heim: Homepage_about
13526691017167.png

RATSJÁ

Ratsjá notar rafsegulbylgjur til þess að skynja fjarlægð, hæð, átt og hraða hluta. Á ensku máli kallst þessi tækni radar sem stendur fyrir radio detection and ranging. Það er ratsjá í flestum kafbátum nú til dags en það er betra til þess að skynja hvað er í umhverfinu.

Heim: Homepage_about

20. ÖLDIN

Kafbátar voru mikið notaðir á 20. öldinni, en þá helst í stríðum.

Heim: Homepage_about

FYRRI HEIMSTYRJÖLDIN

Í fyrri heimsstyrjöldinni voru kafbátar fyrst notaðir í stríði. Þeir voru notaðir til að sökkva skipum með nauðsynjar sem áttu að fara til Frakklands og Bretlands. Með þessum árásum voru þeir að brjóta alþjóðleg lög sem gerði Bandarísku þjóðina reiða sem með því kom inn í stríðið og var stór þáttur í sigri Bandamanna.

download (1).jpg
Heim: Homepage_about
images.jpg

SEINNI HEIMSTYRJÖLDIN

Seinni heimstyrjöldin sýndi styrk orrustukafbáta í Atlantshafs- og Kyrrahafsstríðinu þar sem Þýskaland sýndi kraft sinn Atlantshafsmegin og Bandaríkin Kyrrahafsmegin. Kafbátar voru notaðir sem taktík til að koma skipum með nauðsynjar yfir Atlantshafið. Fyrstu ár stríðsins var Þýskaland með yfirhöndina í báráttunni um Atlantshafið en þökk sé ratsjáa náðu Bandamenn að sökkva fleirri skipðum sem var stór þáttur í sigri þeirra. Árið 1943 voru svoköllaðir U-bátar Þýskalands veiddir í staðin fyrir að vera veiðimennirnir. 785 bátar var sökkt eða 8 af hverjum 10 kafbátum.

Heim: Homepage_about

Mörgum íslenskum skipum var sökkt af kafbátum í seinni heimsstyrjuöldinni. Íslensku skipin voru oft sökkt af því að skipstjórar á kafbátunum töldu að íslensku skip vissu af staðsetningu kafbátana og myndu segja frá, en oft vissu skipin ekkert af kafbátunum og voru ekkert að pæla í þeim. Goðafoss og Dettifoss er dæmi um skip sem voru sökkt af kafbátum.

GOÐAFOSS

Goðafoss var farþega skip hjá Eimskipafélagi Íslands en því var sökkt föstudaginn 10. Nóvember 1944. Goðafoss var sökkt skammt undan Garðskaga en það var þýskur kafbátur sem að sökkti Goðafoss. Kafbáturinn skaut tundurskeyti á goðafoss sem að sökkti því. Um borð í Goðafoss voru 43 Íslendingar og síðan voru líka 20 Bretar sem að hefðu verið nýbúið að bjargað af logandi flutningaskipi.

Heim: About

DETTIFOSS

Dettifoss var líkt og Goðafoss, farþega skip í flota Eimskipsfélagi Íslands. Dettifoss var yngsta skip Eimskips, þau voru 2 feaþega skip Eimskips, Goðafoss og Dettifoss. Dettifoss var ekki stórt skip miðað við skip nú til dags, það gátu verið 18 farþegar á fyrsta og 12 á öðru farrými. Dettifoss var sökkt 21. Febrúar 1945. Dettifoss sökk út af Írlandi. Ísland fékk fréttir frá hernaðaryfirvöldum 22. febrúar að þýskur kafbátur hafði sökkt íslensku skipi, sem að var þá Dettifoss. Það voru 45 manns þegar dettifoss lagði af stað, 11 farþegar og 31 skipsmaður. En 30 manns var bjargað.

Heim: About

Merira um kafbáta

VIÐTAL VIÐ FRIÐÞÓR EYDAL

Við fórum í flugturninn á Reykjavíkurflugvelli og tókum viðtal við Friðþór Eydal um kafbáta og seinni heimstyrjöldina.

Heim: About

KALDA STRÍÐIÐ

Kalda stríðið var á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stríðið var aldrei alvöru stríð heldur spenna milli tveggja stórþjóða. Stríðið byrjar við fall nasisma í Þýskalandi þegar bandamenn skipta landinu í tvennt þar sem Bandaríkin,Frakkland og Bretland fá Vesturhluta en Sovétríkin fá Austurhlutan. Kafbátar voru mikið notaðir í kalda stríðinu, þeir notuðu kjarnorku fyrir orkugjafa í stað eldsneyti, með þeirri breytingu gat gátu kafbátarnir verið lengur á sjó og gátu farið í lengri njósnaferðir. Kafbátar voru aðallega notaðir í njósnir í kalda stríðinu. Kafbátar þróuðust mikið í kalda stríðinu, kafbátarnir sem eru í notkun í dag eru mjög svipaðir og þeir voru í kalda stríðinu, þeir hafa lítið breyst.

Heim: Homepage_about

21. ÖLDIN

Fyrir 21. öldina tókum við fyrir rannsóknarkafbáta og Peter Madsen málið.

Heim: Homepage_about
sjuttttun.jpg

RANNSÓKNARKAFBÁTAR

Kafbátar eru ekki bara notaðir í hernað heldur fullt af öðrum hlutum. Kafbátar eru t.d. notaðir í rannsóknir neðan sjávar þar sem að kafarar geta ekki farið, kafbátar eru í dag líka notaðir til að fara með ferðmenn að skoða sjávarlíf. Kafbátar eru einnig notaðir til að taka upp sjónvarps klippur neðan sjávar fyrir dýralífsþætti. Kafbátar eru mikið notaðir við rannsóknir, þeir leita af gömlum skipsflökum. Þeir eru samt meira að rannsaka dýra og kólarrif neðan sjávar, breytingar á kólarrifum og dýralífi vegna súrnun sjávar.

Heim: Homepage_about

VIÐTAL VIÐ HELGA ÞORGILSSON

Um Hafmynd ehf.

Við fórum í Kópavoginn í höfuðstöðvar Hafmynd ehf, sem er íslenskt fyrirtæki sem hannar og smíðar rannsóknarkafbáta, og tókum viðtal við Helga Þorgilsson, starfsmann Hafmyndar, um kafbáta og fyrirtækið.

Heim: About
796px-PeterMadsen_clipportrait.png

PETER MADSEN

Kafbátasmiður og morðingi

Peter Madsen, betur þekktur sem eldflauga-Madsen, er 47 ára gamall danskur uppfinningarmaður sem er vel þekktur í sínu heimalandi fyrir að smíða eldflauga mótora, þróa eldflaugaeldsneyti og að hafa smíðað kafbát. Hann er einnig heimsþekktur vegna grunaðs um að hafa orðið sænsku fréttakonunni  Kim Wall að bana.

Heim: Homepage_about
Open Notebook

VINNUFERLI

Við byrjuðum á því að finna og vinna úr heimildum, síðan fljótt á eftir fundum við rannsóknarspurninguna. Við byrjuðum snemma að vinna að kynningu og að heimsíðu og unnum að því jafnt og þétt með annarri vinnu. Við skrifuðum litlar ritanir um það sem við ætluðum að tala um og notuðum búta úr þeim til að setja í kynningu og á heimasíðu. Það var alltaf á planinu að gera kafbát, en hann gerðum við úr plastflöskum, og sprautum. Við tókum tvö viðtöl á þessum þrem vikum sem við höfðum til að vinna verkefnið og gengu þau mjög vel. Við fórum í skoðunarferð um Hafmynd ehf. með Helga Þorgilssyni og fengum að sjá kafbáta sem þeir eru að hanna. Við máluðum mynd af kafbát og skárum göt þar sem gluggarnir voru til þess að breyta myndinni í leik. Á básnum eru boltar sem maður á að reyna að kasta í götin.

Heim: Homepage_about

HAFÐU SAMBAND

Ef þú villt hafa samband, getur þú hringt í númerið hér fyrir neðan eða haft samband á samfélagsmiðlunum okkar. Verkefnið var gert í Háaleitisskóla við Álftamýri

690 4555

  • instagram
  • twitter
Heim: Contact
bottom of page